Tvíeggjað sverð Helgi Helgason skrifar 3. september 2008 05:30 Með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast í Georgíu verðum við Íslendingar að spyrja okkur að því hvort við viljum virkilega taka þá áhættu að Rússar eigi hér efnahagslegra hagsmuna að gæta. Hér er ég að tala um olíuhreinsunarstöð sem einhverjir aðilar virðast vinna hörðum höndum að koma á fót á Vestfjörðum. Ég segi einhverjir aðilar vegna þess að það er með þessa olíuhreinsunarstöð líkt og með Fréttablaðið forðum, það virðist vera farið með það sem mannsmorð hverjir eigi fyrirtækið. Þó hefur það vitnast að stöðin verði í eigu rússneskra aðila en ekki hverra. Rússar hafa farið hamförum í Georgíu og Ossetíu. Ekki einungis hafa traust vitni borið þeim illa söguna heldur hafa borist af þeim myndir þar sem klárlega sést að rússneskir hermenn haga sér eins og verstu níðingar. Og við skulum athuga það að voðaverk Rússa eru mjög sennilega framin að skipun valdhafa í Moskvu. Ofan í allt saman ljúga svo rússneski forsetinn, forsætisráðherrann og hershöfðingjar til um brottflutning rússneska hersins eins og um var samið í vopnahléssamkomulagi milli Georgíu og Rússlands að tilstuðlan vesturvelda. Nú eru Rússar farnir að efla heraflann sinn að nýju. Flugvélar þeirra eru farnar að fljúga framhjá og umhverfis Ísland á nýjan leik. Rússneski sendiherrann á Íslandi sagði í viðtali í sjónvarpinu, með þjósti, að Íslendingar ættu bara að sætta sig við þetta. Þegar fréttamaðurinn spurði sendiherrann eitthvað í þá veruna hvort svona hátterni væri sæmandi í garð vinaþjóðar þá kom hik á hann og augun hringsnerust í hausnum á honum. Mér fannst eins og í þögninni og hikinu hjá honum fælust orðin: „Við erum ekki vinaþjóð ykkar." Það er undarlegt fyrir mig sem gömlum NATO-sinna og sjálfstæðismanni að enda þessa grein á því að biðla til ráðherra Samfylkingarinnar um að koma í veg fyrir þessi áform um olíuhreinsunarstöð. Á hugsjónalausu hagsmunasamtökin sem kalla sig Sjálfstæðisflokk er ekki lengur að treysta. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast í Georgíu verðum við Íslendingar að spyrja okkur að því hvort við viljum virkilega taka þá áhættu að Rússar eigi hér efnahagslegra hagsmuna að gæta. Hér er ég að tala um olíuhreinsunarstöð sem einhverjir aðilar virðast vinna hörðum höndum að koma á fót á Vestfjörðum. Ég segi einhverjir aðilar vegna þess að það er með þessa olíuhreinsunarstöð líkt og með Fréttablaðið forðum, það virðist vera farið með það sem mannsmorð hverjir eigi fyrirtækið. Þó hefur það vitnast að stöðin verði í eigu rússneskra aðila en ekki hverra. Rússar hafa farið hamförum í Georgíu og Ossetíu. Ekki einungis hafa traust vitni borið þeim illa söguna heldur hafa borist af þeim myndir þar sem klárlega sést að rússneskir hermenn haga sér eins og verstu níðingar. Og við skulum athuga það að voðaverk Rússa eru mjög sennilega framin að skipun valdhafa í Moskvu. Ofan í allt saman ljúga svo rússneski forsetinn, forsætisráðherrann og hershöfðingjar til um brottflutning rússneska hersins eins og um var samið í vopnahléssamkomulagi milli Georgíu og Rússlands að tilstuðlan vesturvelda. Nú eru Rússar farnir að efla heraflann sinn að nýju. Flugvélar þeirra eru farnar að fljúga framhjá og umhverfis Ísland á nýjan leik. Rússneski sendiherrann á Íslandi sagði í viðtali í sjónvarpinu, með þjósti, að Íslendingar ættu bara að sætta sig við þetta. Þegar fréttamaðurinn spurði sendiherrann eitthvað í þá veruna hvort svona hátterni væri sæmandi í garð vinaþjóðar þá kom hik á hann og augun hringsnerust í hausnum á honum. Mér fannst eins og í þögninni og hikinu hjá honum fælust orðin: „Við erum ekki vinaþjóð ykkar." Það er undarlegt fyrir mig sem gömlum NATO-sinna og sjálfstæðismanni að enda þessa grein á því að biðla til ráðherra Samfylkingarinnar um að koma í veg fyrir þessi áform um olíuhreinsunarstöð. Á hugsjónalausu hagsmunasamtökin sem kalla sig Sjálfstæðisflokk er ekki lengur að treysta. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Frjálslynda flokksins í Reykjavík.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun