Innlent

Mótorhjólaslys á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Vélhjólamaður slasaðist á Akureyri eftir hádegið í dag. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, missti stjórn á mótorhjóli sínu á Hörgárbrautinni og féll við það í götuna.

„Maðurinn var á leið norður Hörgárbrautina skammt norðan við Glerá er hann "prjónaði" yfir sig," segir í tilkynningu frá lögreglu. Hann var fluttur á Sjúkrahús Akureyrar til aðhlynningar en meiðsli hans óljós að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×