Innlent

Vörubílstjórar mættu í skýrslutöku

Um tuttugu vöruflutningabílstjórar sem lögreglan hafði afskipti af í gær mættu í skýrslutöku á lögreglustöðina við Hverfisgötu um klukkan ellefu í morgun. Lögreglan hyggst síðar í dag láta þá bíla sem haldlagðir voru í gær af hendi.

Mótmælin í gær eiga sér fá fordæmi. Lögreglumaður slasaðist þegar grjóthnullungi var kastað i höfuð hans og fjölmargir bílstjórar og almennir borgarar þurftu aðhlynningu eftir að lögreglan beitti piparúða til að hafa hemil á mannfjöldanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×