Innlent

Enginn trúboðahópur hjá Sniglum

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var ranghermt að svokallaður trúboðahópur Sniglanna hefði staðið fyrir hópakstri á Akranes í dag. Berglind Ólínudóttir, ritari Snigla, bifhjólasamtaka lýðveldisins, segir engan slíkan hóp til.

Það voru Sniglarnir sem stóðu fyrir ferðinni upp á Skaga en hópakstur á sumardaginn fyrsta er árviss viðburður hjá samtökunum. Að því loknu stóðu Trúboðarnir, kristilegur mótorhjólaklúbbur fyrir dagskrá fram eftir degi. Margir meðlima Trúboðanna eru í Sniglunum en þeir tengjast Bifhjólasamtökum lýðveldisins ekki á annan hátt.

Berglind segir að hópkeyrslan hafi tekist mjög vel og telur hún að á fjórða hundrað hjólamanna hafi tekið þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×