Innlent

Segir almenning ekki geta sætt sig við aðgerðir bílstjóra

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir Haarde forsætisráðherra segir sér finnist leiðinlegt að komið hafi til atburða, eins og þeirra sem gerðust í gær við Suðurlandsveginn. Hann sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í morgun að það hljóti hins vegar að hafa komið að því að lögreglu brysti þolinmæði gagnvart bílstjórum. Þeim hafi verið sýnd mikil biðlund undanfarið, og að almenningur geti ekki sætt sig við aðgerðir þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×