Samstarf Williams og Baugs í hættu? 24. október 2008 11:37 Frank Williams hefur átt góð samskipti við íslenska stuðningsaðila síðustu misseri. Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur. Efnahagsþrengingar hafa haft áhrif víða og Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af því. Mörg keppnislið óttast að missa auglýsingatekjur vegna efnhagskreppunar og forráðamenn liðanna hafa fundað um málið síðustu vikur. Talið er að hætta sé á því að auglýsendur dragi verulega saman seglin á næsta ári. Royal Bank of Scotland og Baugur Group hafa stutt dyggilega við Williams. Nokkur fyrirtæki innan Baugs Group hafa auglýst á bílum Williams síðustu misseri. "Ég veit ekki hvernig málin munu þróast með Baugi Group, en það eru viðskiptaaðilar innan þeirrar samsteypu sem auglýsa á bíl okkar. Það eru allt traust fyrirtæki í rekstri. Þess vegna var Philip Green tilbúinn að kaupa 2 miljarða í þeim. En hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki", sagði Parr í samtali við Autosport vefsetrið. "Málið er að Baugur Group hefur unnið með bönkum sem eru í vandræðum og það er of snemmt að segja um hvernig málin munu þróast. En rekstur fyrirtækja Baugs hefur verið traustur", sagði Parr. Samstarf Williams og Baugs Group hefur verið mikið og Williams liðið hefur margsinnis komið hingað til lands til að kynna Formúlu 1. Mark Webber kom á vegum liðsinns, Nico Rosberg og Frank Williams kom einnig til landsins til kynningarstarfa. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur. Efnahagsþrengingar hafa haft áhrif víða og Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af því. Mörg keppnislið óttast að missa auglýsingatekjur vegna efnhagskreppunar og forráðamenn liðanna hafa fundað um málið síðustu vikur. Talið er að hætta sé á því að auglýsendur dragi verulega saman seglin á næsta ári. Royal Bank of Scotland og Baugur Group hafa stutt dyggilega við Williams. Nokkur fyrirtæki innan Baugs Group hafa auglýst á bílum Williams síðustu misseri. "Ég veit ekki hvernig málin munu þróast með Baugi Group, en það eru viðskiptaaðilar innan þeirrar samsteypu sem auglýsa á bíl okkar. Það eru allt traust fyrirtæki í rekstri. Þess vegna var Philip Green tilbúinn að kaupa 2 miljarða í þeim. En hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki", sagði Parr í samtali við Autosport vefsetrið. "Málið er að Baugur Group hefur unnið með bönkum sem eru í vandræðum og það er of snemmt að segja um hvernig málin munu þróast. En rekstur fyrirtækja Baugs hefur verið traustur", sagði Parr. Samstarf Williams og Baugs Group hefur verið mikið og Williams liðið hefur margsinnis komið hingað til lands til að kynna Formúlu 1. Mark Webber kom á vegum liðsinns, Nico Rosberg og Frank Williams kom einnig til landsins til kynningarstarfa.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira