Erlent

Hafði mök við hund að barni viðstöddu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta er ekki umrætt dýr.
Þetta er ekki umrætt dýr.

Maður í Castle Rock í Colorado hefur verið ákærður fyrir að eiga mök við hund sinn og neyða sjö ára gamlan dreng til að verða vitni að þessu.

Drengurinn er ekki skyldur hinum ákærða en var töluvert í slagtogi með honum um nokkurra mánaða skeið. Móðir drengsins rak í rogastans og segist gáttuð yfir framkomu mannsins sem hún taldi hafa átt í eðlilegu vinasambandi við soninn. Ekki er enn ljóst hvort maðurinn verður ákærður fyrir kynferðislega misbeitingu gegn barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×