Innlent

Líflegt á síldarmiðunum í Breiðafirði

Fjölveiðiskipið Ásgrimur Halldórssson er nú á leið til Hafnar í Hornafirði með fullfermi af síld sem skipið fékk í mynni Hvammsfjarðar á Breiðafirði, í gær.

Þar fékk Birtingur líka afla í gær, en reif nótina og hélt með slatta til löndunar í Helguvík. Þetta er degi fyrr en síldarævintýrið byrjaði í Breiðafirði í fyrra, en þá var nær allur kvótinn veiddur á svæðinu frá Grundarfirði og inn undir Stykkishólm.

Síld fór að sjást út af Stykkishólmi fyrir helgi og hefur hennar nú orðið vart víðar um Breiðafjörðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×