Innlent

Innilegt þakklæti til allra sem aðstoðað hafa bæjarbúa

Á fundi bæjarstórnar Hveragerðis í dag var eftirfarandi bókun samþykkt.

Bæjarstjórn Hveragerðis vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra björgunar- og viðbragðsaðila sem hafa aðstoðað bæjarbúa í þeim atburðum sem dunið hafa yfir undanfarinn sólarhring.

Viðbrögð allra þeirra aðila sem að hafa komið hafa verið til fyrirmyndar og gengið afar vel. Jafnframt vill bæjarstjórn þakka starfsmönnum bæjarins og öllum bæjarbúum það æðruleysi og yfirvegun sem fólk hefur sýnt vegna skjálftanna og afleiðinga þeirra.

Bæjarstjórn mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að aðstoða bæjarbúa vegna þess áfalls sem bæjarfélagið hefur orðið fyrir og til að koma bæjarlífi í samt lag að nýju svo fljótt sem kostur er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×