Innlent

Dóttirin varð næstum undir bókaskáp (Kúlumynd)

Breki Logason skrifar
Svona var umhorfs hjá Jóhanni og fjölskyldu eftir skjálftann.
Svona var umhorfs hjá Jóhanni og fjölskyldu eftir skjálftann.

Jóhann Karlsson íbúi í Hveragerði fékk símhringingu frá dóttur sinni laust fyrir klukkan fjögur í gærdag. Hann var þá staddur í Reykjavík, en dóttirin á heimili fjölskyldunnar að Kambahrauni 43 í Hveragerði.

Jarðskjálftinn sem skömmu áður hafði hrist upp í bæjarbúum, hafði gjörsamlega rústað heimili Jóhanns. Dóttirin var heppin að fá ekki bókaskáp yfir sig.

„Við eigum ekki heilan disk til þess að borða á," segir Jóhann í samtali við Vísi. Gangstéttin fyrir utan húsið færðist um heila sjö sentimetra og það brotnaði nánast allt sem gat brotnað.

SMELLTU HÉR til að horfa á svokallaða kúlumynd og hlusta á Jóhann lýsa ástandinu á heimilinu. Hægt er að hreyfa myndina upp og niður til þess að glöggva sig betur á ástandinu.

Það var Sigursteinn Baldursson sem heldur úti vefsíðunni,kulumyndir.com sem tók myndbandið og leyfir lesendum Vísis að upplifa eyðilegginguna að Kambahrauni 43.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×