Innlent

Magnaðar skjálftamyndir úr öryggismyndavél á Selfossi

„Aðkoman var auðvitað ekki góð, það hafði hrunið úr hillum og aðeins úr loftunum," segir Guðmundur Elíasson stöðvarstjóri á þjónustustöð N1 á Selfossi. Vísir yfir undir höndum myndir úr öryggismyndavél stöðvarinnar þegar skjálftinn reið yfir. Starfsstúlka átti fótum sínum fjör að launa.

„Það var auðvitað mikil heppni að engin slasaðist þegar hrundi úr loftunum, það er það sem skiptir mestu máli," segir Guðmundur en tjónið á stöðinni var ekki mikið.

Guðmundur og starfsfólk hans fóru strax í að hreinsa til í gærkvöldi og opnuðu stöðina aftur um klukkan eitt í nótt.

„Við erum með næturvakt og vorum komin með fulla afgreiðslu á milli eitt og tvö."

Hægt er að sjá myndirnar af N1 með þessari frétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×