Innlent

Ingibjörg og Geir ætla austur í dag

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er farin af ríkisstjórnarfundi sem nú stendur yfir. Hún segir að Ríkisstjórnin hafi fengið greinargóðar upplýsingar um stöðu mála fyrir austan fjall frá þeim sem farið hafa fyrir aðgerðum á svæðinu.

Ingibjörg segir ljóst að talsvert tjón hafi orðið á húsum en ekki síður innbúi fólks og að ríkisstjórnin muni gera það sem í hennar valdi stendur til að koma til móts við þá sem orðið hafi fyrir tjóni. Tryggt verði að nægir peningar verði til í það verkefni.

Hún og og Geir Haarde forsætisráðherra ætla austur í dag til að skoða svæðið.

Þeir Víðir Reynisson deildarstjóri hjá Ríkislögreglustjóra og Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn voru gestir á fundi ríkisstjórnarinnar þar sem farið var fyrir hvernig til hafi tekist í aðgerðunum.

Þeir lögðu mikla áherslu á það í gær að fara hús úr húsi og athuga hvort allir væru heilir. Nú væri í framhaldinu verið að veita fólki áfallahjálp og meta tjónið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×