Innlent

Aðgerð Norvikur gæti stangast á við samkeppnislög

Sigurður Líndal, prófessor emerítus.
Sigurður Líndal, prófessor emerítus.

Ekkert ólögmætt þarf að vera við aðgerð Norvíkur ehf. þegar dótturfyriræki þess sendu bréf til birgja og þjónustuaðlila sinna þess efnis að fyrirtækin hefðu einhliða lengt greiðslufrest sinn til að tryggja skilvirkari greiðslu. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, sem þó telur að aðgerð Norvíkur gæti stangast á við samkeppnislög þar sem fyrirtækið sé að nýta sér markaðsráðandi stöðu.

„Greiðslufrestur er náttúrulega samningsatriði en það gæti verið brot á samningalögum ef maður notar sér, svo ég einfaldi dæmið aðeins, aðstöðumun til að knýja menn til ósanngjarna viðskiptahátta," útskýrir Sigurður en vildi þó ekki kveða á um það, hér og nú, hvort um sakmætt athæfi væri að ræða að hálfu Norvíkur.

Þegar leitað var til Samkeppniseftirlitsins fengust þær fregnir að engar kærur hefðu komið inn til stofnuninnar tengt málinu og vildi stofnunin ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Hjá Neytendastofu fengust þær upplýsingar að þetta sérstaka mál félli ekki undir lög um ólögmæta viðskiptahætti sem stofnunin fylgdist með eins og staðreyndir blasa við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×