Innlent

Rice: Engin mannréttindabrot framin í Guantanamo

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hélt blaðamannafund í Höfða í kjölfar fundar hennar og Ingibjargar Sólrúnar utanríkisráðherra. Á fundinum var Rice meðal annars spurð út í fréttir þess efnis að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi dregið til baka Fulbright styrki til handa palestínskum börnum á Gasa svæðinu. Frá þessu var greint í International Herald Tribune í dag. Rice sagðist ekki hafa heyrt af málinu og hét því að það yrði kannað ofan í kjölinn.

Á fundinum var Rice einnig spurð út í ályktun sem samþykkt var á Alþingi í gærkvöldi af öllum viðstöddum þingmönnum. Ályktunin felur í sér fordæmingu á mannréttindabrotum í fangabúðum Bandaríkjanna í Guantanamo á Kúbu og skorað er á Bandaríkjamenn að loka búðunum. Rice fullyrti að mannréttindabrot væru ekki framin í Guantanamo í dag og vísaði hún í ítarlega skýrslu OECD um málið. Hvatti hún íslenska þingmenn til að kynna sér efni skýrslunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×