Innlent

Lokun á Grindavíkurvegi frestað til kvölds

Sams konar tankur rann af flutningabíl á dögunum.
Sams konar tankur rann af flutningabíl á dögunum.

Lokun á Grindavíkurvegi, sem boðuð hafði verið nú eftir hádegið, hefur verið frestað fram á kvöld vegna Airwaves-hátíðar í Bláa lóninu.

Til stóð að flytja 90 tonna mjöltank frá Grindavík að Seltjörn á Grindavíkurvegi í dag en vegna hátíðarinnar verður í fyrstu aðeins farið að Grindavíkurvegi. Þangað verður svo komið um klukkan eitt.

Um klukkan sex í kvöld verður ferðinni svo haldið áfram og þá verður Grindavíkurvegi lokað. Til stendur að flytja tankinn í Helguvík og verður flutningunum haldið áfram á morgun frá Seltjörn ef verður leyfir. Það skal tekið fram að hátíðahöld í Bláa lóninu verða óbreytt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×