Erlent

Barnlausum konum fjölgar í Bandaríkjunum

Fjöldi barnlausra bandarískra kvenna á aldrinum 40-44 ára hefur tvöfaldast á síðustu þrjátíu árum. Árið 1976 voru einungis um 10% kvenna á þessum aldri barnlausar, en nú er hlutfallið komið upp í 20%.

Þá eiga konur á þessum aldri að meðaltali einu barni færra en fyrir þrjátíu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gefin var út í Bandaríkjunum og ber yfirskriftina „Frjósemi amerískra kvenna" og byggir á svörum 76 milljóna kvenna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×