Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar meira en vísitala fasteignaverðs

Reykjavík. Mynd/ GVA
Reykjavík. Mynd/ GVA

Vísitala byggingarkostnaðar, mæld um miðjan apríl, hækkaði um 3,3% frá fyrri mánuði samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en vísitalan gildir í maí 2008. Krónan hefur verið mjög veik að undanförnu og hefur því innflutningur á mörgum efnisliðum vísitölunnar hækkað töluvert í verði.

Lítil breyting var á milli mánaða á launum iðnaðarmanna og verkafólks í vísitölunni eða 0,4% en hinsvegar hækkuðu efnisliðir um 7%. Tólf mánaða hækkun vísitölunnar nemur nú 12,5%. Tólf mánaða breyting vísitölunnar hefur ekki verið svo há frá því á sama tíma í fyrra.

Í Vegvísi Landsbankans segir að tólf mánaða breyting byggingarkostnaðar sé nú orðin meiri en breyting vísitölu íbúðarverðs og hafi það ekki gerst í 10 mánuði.

Greiningadeild Landsbankans segir að þetta sé enn einn mælikvarðinn sem styðji við þá staðreynd að dregið hafi úr þeirri umframeftirspurn sem einkenndi fasteignamarkaðinn langt fram eftir síðasta ári. Þó spili gengisveiking krónunnar vissulega einnig stórt hlutverk í þróun byggingarkostnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×