Við hvern er að sakast? 19. september 2008 19:50 Frítt í strætó-ævintýrið fyrir stúdenta virðist engan endi taka og eru þessar línur skrifaðar með það í huga. Síðan um miðjan ágúst hafa afar reglulega borist váleg tíðindi af verkefninu, líkt og manneskja í vinnu hjá kölska sjálfum sjái um almannatengslin og gæti þess vel að láta einhvern óhróður leka út með jöfnu millibili. Fyrst bárust fregnir af því að stúdentar í Garðabæ fengju ekki ókeypis strætókort, næsta tilkynning var þess efnis að stúdentar með lögheimili úti á landi en fasta viðveru á höfuðborgarsvæðinu yfir skólaárið fengju ekki heldur kort. Þriðju ósómatíðindin voru þau að strætó bs. hygði á niðurskurð í leiðakerfi sínu, rétt áður en Stúdentaráð fékk yfir sig holskeflu af nemendum sem voru ekki á þjóðskrá heldur utangarðsskrá sem gleymdist, einhverra hluta vegna að tengja við strætó-gagnagrunninn, og gátu þannig ekki sótt um kort fyrr en um miðjan september. Nýjasta fréttatilkynning var þess efnis að stúdentar með lögheimili úti á landi en búsettir í Reykjavík skipti í umvörpum um lögheimili til þess að verða sér úti um kortið góða á tímum þegar bensínlíterinn er í hæstu hæðum. Þeir sem af einhverjum ástæðum ákváðu að lögheimilisskipting væri óþarft skref keyptu árskort í strætó fyrir þrjátíu þúsund. Tæplega einn þriðji hluti af mánaðarlegum námslánum frá LÍN. Reiðarslagið var síðan skrásett á forsíðu Fréttablaðsins 11. september síðastliðinn þar sem fram kemur í greinaflokki um almenningssamgöngur að nýjum farþegum í strætó fjölgi ekki. Einhver viðsnúningur varð í fréttatilkynningum og greinarskrifum um strætó og samgöngumál í laugardagsblaði 24stunda þegar borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, tók sig til og reit grein um Samgönguviku Reykjavíkurborgar sem nú stendur yfir. Þar fjallar Þorbjörg meðal annars um ókosti einkabílsins á umhverfi og peningahirslur stjórnvalda og að sjálfsögðu er ýtt undir notkun strætisvagna og 8 kílómetra langs hjólastígs frá Faxaskjóli að Reykjanesbraut. Allt gott og gilt. Það verður þó að segjast að undirrituð upplifði ákveðnar ónotatilfinningar við lesturinn því ákveðin þversögn fólst í skrifuðum orðum borgarfulltrúans þar sem flokkurinn sem hún er í talar bæði fyrir niðurskurði á leiðakerfi strætó og er að einhverju leyti ábyrgur fyrir þeim mörgu framanlýstu gildrum sem stúdentar lenda í þegar kemur að fríu strætókorti. Vegna vankanta frítt-í-strætó-verkefnisins einbeitti Stúdentaráð sér í fyrstu að borgarráði Reykjavíkur, hitti fulltrúa í Ráðhúsinu og skoraði á þá að hafna hugmyndum stjórnar strætó um skerðingu á þjónustu vagnanna. Næst skoraði ráðið á borgarráð að veita námsmönnum sem dvelja vetrarlangt á höfuðborgarsvæðinu ókeypis strætókort þar sem markmiðið væri jú að minnka notkun einkabíla í borginni. Ekki er hægt að skrifa það á ritara eða tækniörðugleika að svör voru af afar skornum skammti því borgarfulltrúar fengu orðsendinguna senda heim til sín sem og á rafrænu formi. Skemmst er frá því að segja að Stúdentaráð fékk svar frá einum borgarfulltrúa, Degi B. Eggertssyni, sem er skoðanabróðir ráðsins í samgöngumálum. Þar sem borgin virðist ekkert ætla að gera brá Stúdentaráð á það ráð að senda sveitarfélögum erindi og fara þess á leit að þau tækju undir með stúdentum og styrktu þá til strætókorta kaupa til þess að sporna við því að þeir neyddust til þess að skipta um lögheimili vetrarlangt. Sveitarstjórnendur á landsvísu virtust sammála um að vísa beiðninni rakleiðis aftur til föðurhúsanna eða beint í kastalann við tjörnina í Reykjavík. Þaðan sem fá svörin berast út, ef til vill vegna gríðarmikillar skipulagningar á Samgönguviku. Þannig situr góður hluti stúdenta utan af landi sveittur og veltir fyrir sér kostum þess og göllum að skipta um lögheimili fyrir strætókort og hefur illan bifur á verkefni á vegum borgarinnar og strætó sem knýr fram slíkar vangaveltur. Verkefnið fær af þessum sökum og öðrum framangreindum illt umtal sem er ekki að hjálpa neinum. Stúdentaráð knýr borgina um svör sem vill þau ekki gefa, strætó segist ekki vera góðgerðarstofnun og sveitastjórnendur vísa umleitunum ráðsins beint aftur í Tjarnarkastalann og þannig bendir hver á annan. Er þá skrýtið þó maður spyrji hægt en yfirvegað þó við hvern sé að sakast? Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Frítt í strætó-ævintýrið fyrir stúdenta virðist engan endi taka og eru þessar línur skrifaðar með það í huga. Síðan um miðjan ágúst hafa afar reglulega borist váleg tíðindi af verkefninu, líkt og manneskja í vinnu hjá kölska sjálfum sjái um almannatengslin og gæti þess vel að láta einhvern óhróður leka út með jöfnu millibili. Fyrst bárust fregnir af því að stúdentar í Garðabæ fengju ekki ókeypis strætókort, næsta tilkynning var þess efnis að stúdentar með lögheimili úti á landi en fasta viðveru á höfuðborgarsvæðinu yfir skólaárið fengju ekki heldur kort. Þriðju ósómatíðindin voru þau að strætó bs. hygði á niðurskurð í leiðakerfi sínu, rétt áður en Stúdentaráð fékk yfir sig holskeflu af nemendum sem voru ekki á þjóðskrá heldur utangarðsskrá sem gleymdist, einhverra hluta vegna að tengja við strætó-gagnagrunninn, og gátu þannig ekki sótt um kort fyrr en um miðjan september. Nýjasta fréttatilkynning var þess efnis að stúdentar með lögheimili úti á landi en búsettir í Reykjavík skipti í umvörpum um lögheimili til þess að verða sér úti um kortið góða á tímum þegar bensínlíterinn er í hæstu hæðum. Þeir sem af einhverjum ástæðum ákváðu að lögheimilisskipting væri óþarft skref keyptu árskort í strætó fyrir þrjátíu þúsund. Tæplega einn þriðji hluti af mánaðarlegum námslánum frá LÍN. Reiðarslagið var síðan skrásett á forsíðu Fréttablaðsins 11. september síðastliðinn þar sem fram kemur í greinaflokki um almenningssamgöngur að nýjum farþegum í strætó fjölgi ekki. Einhver viðsnúningur varð í fréttatilkynningum og greinarskrifum um strætó og samgöngumál í laugardagsblaði 24stunda þegar borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, tók sig til og reit grein um Samgönguviku Reykjavíkurborgar sem nú stendur yfir. Þar fjallar Þorbjörg meðal annars um ókosti einkabílsins á umhverfi og peningahirslur stjórnvalda og að sjálfsögðu er ýtt undir notkun strætisvagna og 8 kílómetra langs hjólastígs frá Faxaskjóli að Reykjanesbraut. Allt gott og gilt. Það verður þó að segjast að undirrituð upplifði ákveðnar ónotatilfinningar við lesturinn því ákveðin þversögn fólst í skrifuðum orðum borgarfulltrúans þar sem flokkurinn sem hún er í talar bæði fyrir niðurskurði á leiðakerfi strætó og er að einhverju leyti ábyrgur fyrir þeim mörgu framanlýstu gildrum sem stúdentar lenda í þegar kemur að fríu strætókorti. Vegna vankanta frítt-í-strætó-verkefnisins einbeitti Stúdentaráð sér í fyrstu að borgarráði Reykjavíkur, hitti fulltrúa í Ráðhúsinu og skoraði á þá að hafna hugmyndum stjórnar strætó um skerðingu á þjónustu vagnanna. Næst skoraði ráðið á borgarráð að veita námsmönnum sem dvelja vetrarlangt á höfuðborgarsvæðinu ókeypis strætókort þar sem markmiðið væri jú að minnka notkun einkabíla í borginni. Ekki er hægt að skrifa það á ritara eða tækniörðugleika að svör voru af afar skornum skammti því borgarfulltrúar fengu orðsendinguna senda heim til sín sem og á rafrænu formi. Skemmst er frá því að segja að Stúdentaráð fékk svar frá einum borgarfulltrúa, Degi B. Eggertssyni, sem er skoðanabróðir ráðsins í samgöngumálum. Þar sem borgin virðist ekkert ætla að gera brá Stúdentaráð á það ráð að senda sveitarfélögum erindi og fara þess á leit að þau tækju undir með stúdentum og styrktu þá til strætókorta kaupa til þess að sporna við því að þeir neyddust til þess að skipta um lögheimili vetrarlangt. Sveitarstjórnendur á landsvísu virtust sammála um að vísa beiðninni rakleiðis aftur til föðurhúsanna eða beint í kastalann við tjörnina í Reykjavík. Þaðan sem fá svörin berast út, ef til vill vegna gríðarmikillar skipulagningar á Samgönguviku. Þannig situr góður hluti stúdenta utan af landi sveittur og veltir fyrir sér kostum þess og göllum að skipta um lögheimili fyrir strætókort og hefur illan bifur á verkefni á vegum borgarinnar og strætó sem knýr fram slíkar vangaveltur. Verkefnið fær af þessum sökum og öðrum framangreindum illt umtal sem er ekki að hjálpa neinum. Stúdentaráð knýr borgina um svör sem vill þau ekki gefa, strætó segist ekki vera góðgerðarstofnun og sveitastjórnendur vísa umleitunum ráðsins beint aftur í Tjarnarkastalann og þannig bendir hver á annan. Er þá skrýtið þó maður spyrji hægt en yfirvegað þó við hvern sé að sakast? Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar