Viðskipti innlent

Kaupþing enn með bestu kjörin í Bretlandi

Kaupþing hefur tilkynnt að bankinn muni bjóða breskum viðskiptavinum sínum 6,5 prósent innlánsvexti eftir sem áður þrátt fyrir stýrivaxtalækkun breska seðlabankans.

Kaupþingsmenn ríða á vaðið og eru fyrstir til að tikynna um að vextir verði óbreyttir á Kaupthing Edge reikningum sem breskum stendur til boða. Þetta mun vera í annað sinn sem Kaupþing ákveður að halda vöxtunum óbreyttum þrátt fyrir stýrivaxtalækkun.

Viðskiptasíðan „This is money" segir að ákvörðun Kaupþings setji pressu á aðra banka í erlendri eigu sem keppast við að draga til sín breska sparifjáreigendur.

Landsbankinn hefur þegar fylgt dæmi Kaupþings og ákveðið að halda sínum vöxtum óbreyttum í 6.05 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×