Erlent

Þúsundir láta lífið vegna rangrar lyfjagjafar

Hundrað þúsund Danir leggjast inn á spítala og um tvö þúsund láta lífið á ári hverju vegna rangrar lyfjagjafar, samkvæmt tölum sem Danska ríkisútvarpið hefur frá Lyfjaeftirlitinu þar í landi.

Lektor við Kaupmannahafnarháskóla segir að það sé nauðsynlegt að lyfjafræðingar fái meira fjármagn til rannsókna. Hann segir að vegna þess hve mikið sé sparað við rannsóknir sé of miklu fjármagni veitt í lyfjameðferðir, sem vitað er að virki ekki nægjanlega vel. Þetta þýði að sjúklingar búi við lök lífsgæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×