Erlent

Forsetaframbjóðendurnir verða að fara að finna varaforsetaefnin

Obama í ísferð með dætrum sínum.
Obama í ísferð með dætrum sínum.
Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum segja að forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum, demókratinn Barack Obama og repúblikaninn John McCain geti ekki frestað því lengur að tilnefna varaforsetaefni sín.

Landsþing demókrata hefst í Denver þann 25 ágúst næstkomandi og landsþing republikana hefst viku síðar. Þrátt fyrir það hafa hvorki Obama né McCain viljað gefa neitt upp um það hverja þeir myndu vilja fá í framboð með sér. Forsetakosningarnar fara fram 4. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×