Erlent

Telur Bandaríkin meira ógnvekjandi en Ísrael

Mike Huckabee.
Mike Huckabee. Mynd/Getty

 

Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas, sem hefur verið orðaður við útnefningu sem varaforsetaefni Johns McCain sagði að sér fyndist hann vera óhultari í Ísrael en mörgum bandarískum borgum.

Huckabee lét þessi orð falla þegar hann var á leiðinni frá Ísrael eftir að hafa verið þar í tvo daga að ræða friðarmál í Miðausturlöndum. Spurður um öryggi í landinu sagðist hann engar áhyggjur hafa og hann fyndi fyrir meiri ótta í mörgum bandarískum borgum.

Hann minntist hins vegar einnig á að eins og í hvaða borg sem er í Bandaríkjunum þyrfti maður að þekkja hvaða staði ætti að forðast. Þetta kemur fram á fréttavef New York Post.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×