Erlent

Vilja láta alla ökumenn sem stöðvaðir eru blása í áfengismæli

MYND/GVA

Lögregluyfirvöld í Danmörku íhuga nú að láta alla ökumenn sem stöðvaðir eru blása í áfengismæli um leið og ökuskírteini þeirra eru skoðuð.

Er þessi leið hugsuð til þess að reyna að draga úr bílslysum þar sem ölvaðir koma við sögu, en látnum í umferðinni af völdum öluvnaraksturs fjölgaði um rúm 50 prósent á milli áranna 2006 og 2007.

Endanleg ákvörðun um þessa tilhögun verður þó ekki tekin fyrr en málið hefur verið rætt í öllum lögregluumdæmum í landinu. Um 15 þúsund manns voru teknir fyrir ölvunarakstur í Danmörku í fyrra og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×