Innlent

Húsið Atlantis farið úr Tjörninni

Húsið Atlantis, eftir að það rak yfir hálfa Tjörnina.
Húsið Atlantis, eftir að það rak yfir hálfa Tjörnina.

Húsið, sem verið hefur í Tjörninni í Reykjavík undanfarnar vikur, er nú á bak og burt eftir að það losnaði í ofsaveðri og rak yfir alla Tjörnina. Í upphafi stóð til að færa húsið aftur á sinn stað, rétt við Skothúsveg, eða einfaldlega að festa húsið niður við Tjarnargötu, þangað sem það rak, en slíkt reyndist ekki mögulegt.

Guðrún Kristjánsdóttir, kynningarstjóri Listahátíðar, segir að aðstæður hafi einfaldlega verið þannig að ekki þótti viturlegt annað en að fjarlægja húsið. „Svo er Listahátíð líka að ljúka á morgun þannig að það munaði ekki nema tveimur dögum. Ég veit að margir sakna hússins, þetta var mikil prýði en svona er þetta, allt tekur enda," segir Guðrún í gamansömum tóni.

Húsið, sem kallast Atlantis, er sköpunarverk Halldórs Úlfarssonar og Tea Mäkipää og átti að vera tákn fyrir hugmyndir okkar um að lifa af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×