Innlent

Framfærsla eldri borgara hækki

Borgþór S. Kærnested
Borgþór S. Kærnested

Stjórn Landssambands eldri borgara telur að framfærsluviðmið fyrir eldri borgara eigi að miða við neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í dag. Borgþór S. Kjærnested, framkvæmdastjóri LEB, sagði í samtali við Vísi að ,,eitthvað verði að gera."

Í greinargerð sem fylgir með ályktun FEB segir að samkvæmt síðustu neyslukönnun Hafstofunnar frá því í desember nemi meðaltals neysluútgjöld einhleypinga 226.000 krónur á mánuði fyrir utan skatta. Borgþór segir lægstu tekjur eldri borgara vera rúmlega 100.000 krónum minna. Sumir útgjaldaliðir eru hærri hjá eldri borgurum en almennt gerist svo sem læknis- og lyfjakostnaður.

Stjórn FEB beinir því til félags- og tryggingamálaráðherra að koma kröfu félagsins á framfæri við endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga. ,,Við erum búin að eiga í viðræðum við ráðamenn í gegnum árin," segir Borgþór en hann kveðst bjartsýnn á að ráðherra bregðist vel við.

Ályktun Landssambands eldri borgara:

„Stjórn Landssambands eldri borgara telur að við ákvörðun á framfærsluviðmiði fyrir eldri borgara eigi að miða við neyslukönnun Hagstofu Íslands. Stjórn FEB beinir því til félags- og tryggingamálaráðherra að koma þessari kröfu á framfæri við endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga en nefnd þessi á að ákveða lágmarks framfærsluviðmið fyrir lífeyrisþega fyrir 1. júlí. Stjórn LEB telur fráleitt að tekið sé upp lágt og sértækt framfærsluviðmið, sem sé úr takti við framfærslukostnað og meðaltals neysluútgjöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×