Innlent

Formlega gengið frá stofnun þjónustumiðstöðvar

Frá fundinum í gær.
Frá fundinum í gær. Mynd/sudurglugginn.is

Á fundi Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra með fulltrúum sveitarfélaganna Árborgar, Grafnings, Hveragerðis og Ölfuss og sýslumanninum á Selfossi í gær var formlega gengið frá því að stofna þjónustumiðstöð fyrir íbúa sveitarfélaganna og aðra vegna jarðskjálftanna. Þetta segir í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Í tilkynningunni segir jafnframt að fulltrúar sveitarfélaganna hafi lýst yfir mikilli ánægju með starf þjónustumiðstöðvarinnar en fjöldi fólks hefur leitað þar liðsinnis.

"Þjónustumiðstöðin starfar á grunni 14. greinar nýrra almannavarnalaga þar sem segir, að ríkislögreglustjóra sé heimilt að stofna tímabundið þjónustumiðstöð vegna tiltekinnar hættu eða hættuástands. Markmiðið er að tryggja félagslega og fjárhagslega velferð og heilsu íbúa, og virkni samfélagsins," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×