Erlent

Tveir handteknir í tengslum við ísbúðarmorð

Þýskir lögreglumenn rannsaka vettvang morðanna í bænum Rüsselsheim.
Þýskir lögreglumenn rannsaka vettvang morðanna í bænum Rüsselsheim. MYND/AP

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morð á þremur manneskjum í ísbúð í bæ nærri Frankfurt í Þýskalandi í gær. Frá þessu greindi saksóknari í Darmstadt í dag.

Tveir karlar og ein kona létust þegar þau voru skotin í íabúðinni og þriðji karlinn særðist. Fyrstu fregnir hermdu að fjórir hefðu látist. Lögregla gætir hins særða en ekki er útilokað að hann hafi verið í hópi árásarmanna.

Fjórir menn hið minnsta sáust flýja vettvang en ekki liggur fyrir hvort hinir handteknu hafi verið á vettvangi. Þýskir miðlar greina frá því að karlarnir þrír hafi verið tyrkneskir ríkisborgarar en konan er grísk og á veitingastað í nágrenni ísbúðarinnar. Hún mun hafa lent í skothríðinni á staðnum. Talið er hugsanlegt að morðin tengist spilaskuldum en saksóknari vildi ekki staðfesta það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×