Erlent

Vísar fréttum af samsteypustjórn á bug

Mbeki forseti Suður-Afríku ásamt Mugabe forseta Zimbabwe. Mynd/ AFP.
Mbeki forseti Suður-Afríku ásamt Mugabe forseta Zimbabwe. Mynd/ AFP.

Thabo Mbeki, forseti Suður - Afríku neitar því að samkomulag um samsteypustjórn hafi náðst í Zimbabwe. Stuðningsmenn Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, fullyrtu í gær að hann hefði náð samkomulagi við leiðtoga eins stjórnarandstöðuflokksins, Arthur Mutambara, um samsteypustjórn.

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, hefði ekki orðið aðili að því samkomulagi. Mbeki, sem stjórnar sáttaviðræðunum, fullyrti að ekkert samkomulag hefði verið undirritað. Hann segist hins vegar bjartsýnn á að samkomulag náist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×