Erlent

Mótmælendur handteknir í Peking

Það er mikil öryggisgæsla á Ólympíuleikunum i Peking.
Það er mikil öryggisgæsla á Ólympíuleikunum i Peking.

Hópur mótmælenda sem reyndi að strengja upp borða, með stuðningsyfirlýsingu um frjálst Tíbet, í Peking hefur verið handtekinn. Breska ríkisútvarpið segir að breskur fréttamaður frá ITV fréttastofunni, sem hafi verið að fjalla um mótmælin, hafi jafnframt verið handtekinn.

Þetta eru ekki fyrstu mótmælin sem efnt er til á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir því að karlmaður var handtekinn á laugardag fyrir að flagga tíbetska fánanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×