Erlent

Þrjár erlendar konur myrtar í Afganistan

Átök og ofbeldi í Afganistan hefur færst í aukana undanfarin misseri.
Átök og ofbeldi í Afganistan hefur færst í aukana undanfarin misseri. MYND/AP

Þrjár erlendar konur sem störfuðu við hjálparstörf létust ásamt bílstjóra sínum þegar skotið var á bíl þeirra þegar þær voru á ferð í Afganistan. Konurnar voru á leið til Kabúl þegar þeim var sýnd fyrirsát í Logar-héraði suður af höfuðborginni. Ekki liggur fyrir hvaðan konurnar eru og þá liggur ekki fyrir hver stóð fyrir árásinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×