Erlent

Í öndunarvél eftir árás rottweiler-hunda

Fimm ára dönsk stúlka liggur nú á gjörgæsludeild í Danmörku eftir að tveir rottweiler-hundar í eigu fjölskyldu hennar réðust á hana.

Eftir því sem danskir miðlar greina frá eru áverkar hennar miklir á öllum líkamanum. Atvikið átti sér stað á Borgundarhólmi og að sögn lögreglu brutu hundarnir bein í andliti stúlkunnar og komust inn að miðtaugakerfinu með bitum sínum.

Stúlkan átti að fara í aðgerð síðar í dag og telja læknar að batahorfur hennar séu góðar. Hún þarf hins vegar að dvelja lengi á sjúkrahúsi. Hundunum hefur verið lógað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×