Erlent

Saka Rússa um að rjúfa vopnahlé

Míkheil Saakashvili, forseti Georgíu.
Míkheil Saakashvili, forseti Georgíu. MYND/AP

Georgíumenn sökuðu í dag Rússa um að rjúfa vopnahlé sem samþykkt var í gær með því að senda hersveitir frá Suður-Ossetíu inn í Georgíu og í átt til höfuðborgarinnar Tblisi.

Fréttamaður Reuters í Georgíu sagðist hins vegar ekki hafa séð neina skriðdreka á leiðinni frá Gori til Tblisi. Þá sögðu Georgíumenn að Suður-Ossetar hefðu farið ránshendi um Gori í dag og það væri skýrt brot á friðarsamkomulagi sem þjóðirnar hefðu gert. Þessum ásökunum hafna Rússar hins vegar alfarið.

Þeri sögðust hins vegar hafa skotið niður tvær njósnaflaugar yfir Tskhinvali, höfuðborg Suður-Ossetíu, á síðasta sólarhring, eina í gærkvöld og aðra í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×