Erlent

Á móti því að þingið komi saman í Simbabve

Robert Mugabe.
Robert Mugabe. Mynd/AP

Stjórnarandstöðuflokkurinn MDC í Simbabve hefur lýst yfir andstöðu sinni gegn þeim ráðagerðum ríkisstjórnar Roberts Mugabe forseta landsins að kalla þingið saman. Telja þeir að það muni leggja viðræður flokkanna tveggja, MDC og Zanu-PF flokks Mugabe í hættu.

Telur stjórnarandstaðan að hvers konar ákvörðun um að koma þingi saman sé merki um höfnun á samkomulagi flokkanna og bendi til tregðu Zanu-PF til þess að halda viðræðunum áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×