Erlent

Nepal leitar að nýrri lifandi gyðju

Núverandi lifandi gyðja er að komast á aldur.
Núverandi lifandi gyðja er að komast á aldur. Mynd/Getty

Trúarleg yfirvöld í Nepal leita nú að stúlku til þess að þjóna sem hin nýja Kumari sem er „hin lifandi meygyðja" í aldagömlum trúarbrögðum þeirra, bæði í hindúa og búddhahefð. Er leitað allt niður í þriggja-fjögurra ára aldur.

Núverandi lifandi gyðja er ellefu ára gömul en nauðsynlegt er að skipta um gyðju áður en hún fer á kynþroskaskeið. Fari hin lifandi meygyðja að hafa tíðir þykir það óheillavænlegt.

Eru stjörnuspekingar þegar farnir að spá í stjörnuspákortin til þess að finna hina nýju gyðju. Þarf stjörnuspákort gyðjunnar að vera í samræmi við stjörnuspákorts konungsins í Nepal. Því er ekki vitað hvaða afleiðingar afnám konugsveldisins hefur á Kumari-hefðina.

Stúlkan þarf að hafa fullkomin augu, tennur, hár og má ekki hafa minnstu skrámu á húð sinni. Kumari-hefðin hefur verið gagnrýnd, meðal annars fyrir það að barnið fái ekki eðlilegan uppvöxt og að gyðjuhlutverkið skaði hana. Þeir sem trúa á gyðjuna segja hins vegar að það sé val foreldra að gefa kost á dóttur sinni í hlutverkið og að hún fái styrk frá ríkinu fyrir vikið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×