Viðskipti innlent

Stýrivaxtaspár frá óbreyttum vöxtum til 1% hækkunnar

Nokkrir hagfræðingar hafa sett fram stýrivaxtaspár nú fyrir næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans í þessari viku. Eru spárnar allt frá óbreyttum vöxtum upp í 1%, eða 100 púnkta, hækkun.

Greiningardeildir bæði Glitnis og Landsbankans gera ráð fyrir 0,5% hækkun stýrivaxta. Sitthvoru megin við þá tölu má nefna að greining Danske Bank gerir ráð fyrir óbreyttum vöxtum en TD Securities gerir ráð fyrir 1% hækkun.

Til gamans má geta þess hér að 14 undirmenn í Seðlabankanum eru með veðpott fyrir hverja ákvörðun Seðlabankans um stýrivexti. Kostar tvær rauðvínsflöskur að vera með í pottinum. Sá sem kemst næst tölunni fær helming pottsins eða 14 flöskur að launum, fyrir annað sætið eru 7 flöskur í boði og síðan 4 og 3 fyrir næstu tvö sætin.

Visir hefur heimildir fyrir því að einn ákveðinn starfsmannanna sé öðrum glúrnari í að giska rétt á ákvörðun bankastjórnar SÍ hverju sinni. Að vísu fylgir það sögunni að sá hafi þann starfa að keyra reiknilíkanið sem ákvörðunin byggir á hverju sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×