Erlent

Rússar lofa sterkum viðbrögðum við árásum

 

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands hefur lofað sterkum viðbrögðum við öllum árásum á rússneska ríkisborgara í sambandi við átökin í Georgíu.

„Ef einhver heldur að hann geti komist upp með að drepa borgara okkar án refsingar þá skjátlast honum. Ef einhver reynir þetta aftur munu viðbrögð okkar vera yfirgnæfandi," segir Medvedev þegar hann ávarpaði gamla hermenn í rússnesku borginni Kursk.

Medvedev benti einnig á að Rússar hefður öll þau tæki og tól sem þau þyrftu, pólitísk, efnahagsleg og hernaðarleg. Ef einhver hefði haft efasemdir um getu Rússa þá ættu þeir að láta af þeim efasemdum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×