Erlent

Reiðhjólaþjófafaraldur í Stafangri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Reiðhjólaþjófnaður í Stafangri í Noregi er að verða að faraldri að sögn lögreglu þar. Að meðaltali hefur verið tilkynnt um milli 50 og 60 stolin hjól hvern mánuð en upp á síðkastið hefur fjöldi stolinna hjóla verið að nálgast 90. Í síðustu viku einni saman var 42 hjólum stolið.

Vitað er til þess að þjófagengi fari á skipulagðan hátt um borgina á sendiferðabílum og steli hjólum hvar sem til þeirra næst. Lögregla í Stafangri hefur beðið fólk um að vera á verði og láta vita sjái það menn bera reiðhjól inn í bíla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×