Össur: Þeir sem fóru gáleysislega eiga að blæða 6. október 2008 18:18 Össur Skarphéðinsson, iðnarðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra, segir að þeir sem farið hafi gáleysislega í efnahagslífinu á undanförnum málum eigi að blæða en ekki fólkið í landinu. Þeir sem komið hafi bönkunum í þá stöðu sem þeir eru komnir í eigi að taka fyrsta skellinn. Össur sagði í samtali við Svanhildi Valsdóttur á Stöð 2 að innistæður fólksins í landinu í bönkunum væru algjörlega tryggðar og með aðgerðum sínum væri ríkisstjórnin að búa til grunn sem við myndum spyrna okkur upp frá. Íslendingar ættu gríðarlegar auðlindir og þetta væri ekki endir alls. Sagði Össur að ef sá segulstormur sem gengur um alþjóðaefnahagskerfið hefði ekki komið þá hefði þessi staða ekki komið upp á Íslandi. Össur sagði að þrír stærstu bankarnarnir, Glitnir, Landsbankinn og Glitnir, yrðu opnaðir á morgun og stjórnvöld myndu tryggja það að fólk fengi sína þjónustu í bönkunum. Skylda stjórnvalda að draga úr sársaukanum Aðspurður hvort hann teldi að stjórnvöld væru að afstýra fjöldagjaldþrotum heimila með þessu sagði Össur að það væri alveg ljóst og menn gerðu sér grein fyrir að þetta yrði þungbært. Það væri skylda stjórnvalda að draga úr sársaukanum og því hefði ríkisstjórnin meðal annars lagt til að Íbúðalánasjóður myndi taka yfir íbúðalán bankanna. Ríkið væri miklu mildara yfirvald en bankastjóri þegar verið væri að semja um greiðslufrest og hugsanlegan afslátt. Spurður hvort ræddar hefðu verið breytingar á strangri gjaldþrotalöggjöf landsins sagði Össur að ef breyta þyrfti lögum til þess að draga úr sársaukanum þá gerðu stjórnvöld það. Ríkisstjórnin myndi breyta lögum til þess að ná fram sanngirni og réttlæti. Aðspurður hvort þetta þýddi skipbrot frjálshyggjunnar sagði Össur að það væri svoleiðis. Kapítalistar sem flogið hefðu með himinskautum væru búnir að koma óorði á kapítalismann og þeim sem hefðu farið gáleysislega ætti að blæða en ekki fólkinu í landinu. Vill skattaívilnanir og meiri þorskkvóta Össur sagði að menn yrðu nú að að leita allra leiða til að skapa hagvöxt í landinu og hann hefði í handraðanum ýmsar hugmyndir. Þrátt fyrir stöðuna teldi hann hægt að fá erlend fyrirtæki til landsins með skattaívilnunum. Við þessar aðstæður gæti ríkisstjórnin ekki verið með aðrar reglur en Kanadamenn sem væru að boxa okkur í samkeppninni. Þá vildi hann skoða í ljósi batnandi seiðavísitölu að heimila frekari þorskveiðar. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, iðnarðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra, segir að þeir sem farið hafi gáleysislega í efnahagslífinu á undanförnum málum eigi að blæða en ekki fólkið í landinu. Þeir sem komið hafi bönkunum í þá stöðu sem þeir eru komnir í eigi að taka fyrsta skellinn. Össur sagði í samtali við Svanhildi Valsdóttur á Stöð 2 að innistæður fólksins í landinu í bönkunum væru algjörlega tryggðar og með aðgerðum sínum væri ríkisstjórnin að búa til grunn sem við myndum spyrna okkur upp frá. Íslendingar ættu gríðarlegar auðlindir og þetta væri ekki endir alls. Sagði Össur að ef sá segulstormur sem gengur um alþjóðaefnahagskerfið hefði ekki komið þá hefði þessi staða ekki komið upp á Íslandi. Össur sagði að þrír stærstu bankarnarnir, Glitnir, Landsbankinn og Glitnir, yrðu opnaðir á morgun og stjórnvöld myndu tryggja það að fólk fengi sína þjónustu í bönkunum. Skylda stjórnvalda að draga úr sársaukanum Aðspurður hvort hann teldi að stjórnvöld væru að afstýra fjöldagjaldþrotum heimila með þessu sagði Össur að það væri alveg ljóst og menn gerðu sér grein fyrir að þetta yrði þungbært. Það væri skylda stjórnvalda að draga úr sársaukanum og því hefði ríkisstjórnin meðal annars lagt til að Íbúðalánasjóður myndi taka yfir íbúðalán bankanna. Ríkið væri miklu mildara yfirvald en bankastjóri þegar verið væri að semja um greiðslufrest og hugsanlegan afslátt. Spurður hvort ræddar hefðu verið breytingar á strangri gjaldþrotalöggjöf landsins sagði Össur að ef breyta þyrfti lögum til þess að draga úr sársaukanum þá gerðu stjórnvöld það. Ríkisstjórnin myndi breyta lögum til þess að ná fram sanngirni og réttlæti. Aðspurður hvort þetta þýddi skipbrot frjálshyggjunnar sagði Össur að það væri svoleiðis. Kapítalistar sem flogið hefðu með himinskautum væru búnir að koma óorði á kapítalismann og þeim sem hefðu farið gáleysislega ætti að blæða en ekki fólkinu í landinu. Vill skattaívilnanir og meiri þorskkvóta Össur sagði að menn yrðu nú að að leita allra leiða til að skapa hagvöxt í landinu og hann hefði í handraðanum ýmsar hugmyndir. Þrátt fyrir stöðuna teldi hann hægt að fá erlend fyrirtæki til landsins með skattaívilnunum. Við þessar aðstæður gæti ríkisstjórnin ekki verið með aðrar reglur en Kanadamenn sem væru að boxa okkur í samkeppninni. Þá vildi hann skoða í ljósi batnandi seiðavísitölu að heimila frekari þorskveiðar.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira