Erlent

Dönsk börn að jafnaði veik 12 daga á ári

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dönsk börn á aldrinum eins til sex ára eru að jafnaði veik í tólf daga á ári, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar heilbrigðisyfirvalda i Óðinsvéum.

Veikindadagarnir eru að jafnaði flestir í janúarmánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem slík rannsókn er gerð í Danmörku og náði hún til sex þúsund barna. Aðstandendur rannsóknarinnar segja þennan mikla fjölda veikindadaga koma á óvart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×