Viðskipti innlent

Krónubréf fyrir 29 milljarða kr. á gjalddaga í dag

Krónubréf að nafnvirði 29 milljarða kr. falla á gjalddaga í dag að viðbættum vöxtum. Um er að ræða flokk krónubréf sem Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) gaf út.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að heildarútistandandi krónubréf nema nú 277 milljörði kr. og hefur staðan ekki verið lægri síðan í desember árið 2006.

Það sem eftir lifir mánaðar falla krónubréf að nafnvirði 16 milljarðar kr. á gjalddaga auk vaxta. Í nóvember og desember falla svo krónubréf að nafnvirði 14 milljarða kr. til viðbótar á gjalddaga.

Frá því að þrenginga fór að gæta á innlendum markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga í byrjun mars á þessu ári hafa verið gefin út krónubréf að nafnvirði 20 milljarða kr. Á sama tíma hafa krónubréf að fjárhæð 139,5 milljarða kr. fallið á gjalddaga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×