Erlent

Kona á þrítugsaldri lést að völdum stungusára í London

Kona á þrítugsaldri var úrskurðuð látin eftir að hafa fundist með stungusár seint í gærkvöldi í Peckham í Suður-London. Ekki er vitað hver stóð á bak við stungunni en rannsókn er nú í gangi á málinu. Mikið hefur verið um stunguárásir í London síðustu mánuði sem hefur vakið upp ugg í borgarbúum.

Ættingjar konunnar hafa fegnið fregnir af andláti hennar en lögreglan vill enn um sinn ekki gefa upp nafn hennar.

Í gær mótmælti fjöldi unglinga á götum úti eftir andlát hins sextán ára Ben Kinsella um helgina en hann er sautjándi unglingurinn sem er drepinn á ofbeldisfullan hátt í London á þessu ári






Fleiri fréttir

Sjá meira


×