Erlent

Rafmagnslaust í Washington í morgun

Starfsmenn í Eisenhower-byggingunni nærri Hvíta húsinu bíða þess að rafmagn komist aftur á.
Starfsmenn í Eisenhower-byggingunni nærri Hvíta húsinu bíða þess að rafmagn komist aftur á. MYND/AP

Bilun í rafstöð í miðborg Washington olli töluverðum töfum á morgunumferðinni í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, þar sem umferðarljósi duttu út og neðanjarðarlestarsamgöngur fóru úr skorðum.

Eftir því sem Reuters greinir frá telur heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna að þarna hafi ekki verið um hryðjuverk að ræða. Skömmu fyrir rafmagnsleysið höfðu slökkviliðsmenn slökkt eld í nærri lestarstöð en verið er að rannsaka hvort bruninn og rafmagnsleysið tengist.

Rafmagnsleysið náði til Hvíta hússins en þar á bæ ræstu menn vararafstöð svo starfsfólk þar gæti haldið áfram vinnu sinni. Talið er rafmagnsleysið hafi komið niður á tíu þúsund viðskiptavinum orkufyrirtækisins Pepco í Washington-borg en rafmagn komst á um tvöleytið að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×