Innlent

Útveggur við það að hrynja á Eyrarbakka - Hjálparsveitarmenn vinna að lagfæringum

Frá aðgerðum á Eyrabakka.
Mynd: Vilhelm
Frá aðgerðum á Eyrabakka. Mynd: Vilhelm

Hjálparsveit skáta í Kópvogi vinnur nú að því að styrkja útvegg á stóru iðnaðarhúsnæði á Eyrarbakka. Óttast er að veggurinn gæti hrunið, og húsið jafnvel líka, ef ekki verður eitthvað að gert.

Hjálparveitarmenn hafa því gripið til þess ráðs að grafa skurð við vegginn. Þar verður svo steypt til þess að stuðningur fáist. Þangað til hefur krafa komið sér fyrir við vegginn og haldið við. Gert er ráð fyrir að menn ljúki þessari vinnu skömmu eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×