Snorri rauf 500 marka múrinn Elvar Geir Magnússon skrifar 13. ágúst 2008 23:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handknattleik, rauf 500 marka múrinn í leiknum gegn Þjóðverjum á Ólympíuleikunum í Peking þegar Íslendingar fögnuðu góðum sigri á heimsmeisturunum, 33-29. Snorri Steinn skoraði 8 mörk í leiknum og hefur hann skorað 503 mörk í leikjum með landsliðinu. Hann er kominn í hóp öflugra leikmanna, sem hafa náð því að skora meira en 500 mörk með landsliðinu. Þar má sjá nöfn eins og Kristján Arason, Sigurð V. Sveinsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Alfreð Gíslason, Júlíus Jónasson, Geir Hallsteinsson, Valdimar Grímsson, Bjarka Sigurðsson, Ólaf Stefánsson, Patrek Jóhannesson og Guðjón Val Sigurðsson. Snorri Steinn, sem er markahæstur á Ólympíuleikunum með 20 mörk ásamt Þjóðverjunum Michael Klaus, skoraði 12 mörk í fyrsta leiknum gegn Rússum. Það hefur ekki annar íslenskur leikmaður afrekað það að skora 12 mörk í leik á Ólympíuleikum. Snorri Steinn, sem hefur skorað mörkin sín tuttugu úr 23 skotum, 87% skotnýting, hefur skráð nafn sitt sem fremsti leikstjórandinn í landsleikjasögu Íslands. Hann er geysilega fjölhæfur leikmaður, sem hefur næmt auga fyrir samleik og línusendingum, getur skotið fyrir utan, er gegnumbrotsmaður, stingur sér inn á línuna til að fá knöttinn og skora og hann er afar örugg vítaskytta. Snorri Steinn hefur allt sem góður leikstjórandi verður að hafa til að vera ógnandi. Menn muna enn þegar hann skoraði 15 mörk á HM í Þýskalandi 2007 gegn Dönum, síðan hefur hann skorað 11 mörk í tveimur leikjum gegn Ungverjum. Í seinna skiptið á EM í Noregi fyrr á árinu. Þá hefur hann skorað fjórum sinnum 10 mörk í leik. Tvisvar í leikjum gegn Norðmönnum og í leikjum gegn Dönum og Ungverjum á EM í Sviss 2006. Snorri Steinn er öflugur á stórmótum. Snorri Steinn hefur leikið 137 landsleiki og hefur hann skorað að meðaltali 3,67 mörk í leik. Aðrir leikstjórnendur á undan honum náðu ekki svo háu markahlutfalli í leikjum sínum. Sigurður Gunnarsson skoraði 489 mörk í 194 landsleikjum, eða að meðaltali 2,52 mörk í leik. Páll Ólafsson var með 2,34 mörk að meðaltali í leik, en hann skoraði 396 mörk í 169 leikjum. Dagur Sigurðsson skoraði 397 mörk í 216 landsleikjum, eða að meðaltali 1,83 mörk í leik. Róbert yfir 400 mörkinMynd/VilhelmRóbert Gunnarsson, línumaður landsliðsins í handknattleik, skoraði tvö mörk í sigurleiknum gegn Þjóðverjum á ÓL í Peking. Fyrra markið var hans fjögurhundraðasta mark með landsliðinu. Róbert er orðinn öflugasti línumaður landsliðins á síðustu árum og hefur skotið leikmönnum eins og Þorgils Óttari Mathiesen og Geir Sveinssyni ref fyrir rass. Róbert hefur að meðaltali skorað 2.97 mörk í 135 landsleikjum. Þorgils Óttar skoraði að meðaltali 2,4 mörk í 236 landsleikjum, Geir Sveinsson skoraði að meðaltali 1,5 mörk í 328 landsleikjum og þess má geta að Sigfús Sigursson hefur skorað 313 mörk í 158 landsleikjum, eða að meðaltali 1,98 mörk í leik. Alexander með 700. ÓlympíumarkiðMynd/VilhelmAlexander Petersson skoraði 700 Ólympíumark Íslendinga í sigurleiknum gegn Þjóðverjum. Ísland hefur fimm sinnum áður verið með í handknattleik á Ólympíuleikunum. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðinu tekist að vinna tvo fyrstu leiki sína. Það var á ÓL í Seoul 1988 er landslið Bandaríkjanna og Alsírs voru lögð að velli, en síðan kom skellur gegn Svíum, 14-20. Þrír leikir unnust í röð á ÓL í Los Angeles 1984. Það voru þriðji, fjórði og fimmti leikur landsliðsins gegn Japan, Alsír og Sviss. Íslands varð í áttunda sæti í Los Angeles. Á ÓL í Barcelona 1992, þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa tapað leiknum um bronsverðlaunin fyrir Frökkum, 20:24, lék landsliðið fjóra fyrstu leikina án þess að tapa. Fyrst voru Brasilíumenn lagðir að velli, þá var gert jafntefli við Tékkóslóvakíu, en síðan komu sigurleikir gegn Ungverjalandi og Suður-Kóreu, 26-24. Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handknattleik, rauf 500 marka múrinn í leiknum gegn Þjóðverjum á Ólympíuleikunum í Peking þegar Íslendingar fögnuðu góðum sigri á heimsmeisturunum, 33-29. Snorri Steinn skoraði 8 mörk í leiknum og hefur hann skorað 503 mörk í leikjum með landsliðinu. Hann er kominn í hóp öflugra leikmanna, sem hafa náð því að skora meira en 500 mörk með landsliðinu. Þar má sjá nöfn eins og Kristján Arason, Sigurð V. Sveinsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Alfreð Gíslason, Júlíus Jónasson, Geir Hallsteinsson, Valdimar Grímsson, Bjarka Sigurðsson, Ólaf Stefánsson, Patrek Jóhannesson og Guðjón Val Sigurðsson. Snorri Steinn, sem er markahæstur á Ólympíuleikunum með 20 mörk ásamt Þjóðverjunum Michael Klaus, skoraði 12 mörk í fyrsta leiknum gegn Rússum. Það hefur ekki annar íslenskur leikmaður afrekað það að skora 12 mörk í leik á Ólympíuleikum. Snorri Steinn, sem hefur skorað mörkin sín tuttugu úr 23 skotum, 87% skotnýting, hefur skráð nafn sitt sem fremsti leikstjórandinn í landsleikjasögu Íslands. Hann er geysilega fjölhæfur leikmaður, sem hefur næmt auga fyrir samleik og línusendingum, getur skotið fyrir utan, er gegnumbrotsmaður, stingur sér inn á línuna til að fá knöttinn og skora og hann er afar örugg vítaskytta. Snorri Steinn hefur allt sem góður leikstjórandi verður að hafa til að vera ógnandi. Menn muna enn þegar hann skoraði 15 mörk á HM í Þýskalandi 2007 gegn Dönum, síðan hefur hann skorað 11 mörk í tveimur leikjum gegn Ungverjum. Í seinna skiptið á EM í Noregi fyrr á árinu. Þá hefur hann skorað fjórum sinnum 10 mörk í leik. Tvisvar í leikjum gegn Norðmönnum og í leikjum gegn Dönum og Ungverjum á EM í Sviss 2006. Snorri Steinn er öflugur á stórmótum. Snorri Steinn hefur leikið 137 landsleiki og hefur hann skorað að meðaltali 3,67 mörk í leik. Aðrir leikstjórnendur á undan honum náðu ekki svo háu markahlutfalli í leikjum sínum. Sigurður Gunnarsson skoraði 489 mörk í 194 landsleikjum, eða að meðaltali 2,52 mörk í leik. Páll Ólafsson var með 2,34 mörk að meðaltali í leik, en hann skoraði 396 mörk í 169 leikjum. Dagur Sigurðsson skoraði 397 mörk í 216 landsleikjum, eða að meðaltali 1,83 mörk í leik. Róbert yfir 400 mörkinMynd/VilhelmRóbert Gunnarsson, línumaður landsliðsins í handknattleik, skoraði tvö mörk í sigurleiknum gegn Þjóðverjum á ÓL í Peking. Fyrra markið var hans fjögurhundraðasta mark með landsliðinu. Róbert er orðinn öflugasti línumaður landsliðins á síðustu árum og hefur skotið leikmönnum eins og Þorgils Óttari Mathiesen og Geir Sveinssyni ref fyrir rass. Róbert hefur að meðaltali skorað 2.97 mörk í 135 landsleikjum. Þorgils Óttar skoraði að meðaltali 2,4 mörk í 236 landsleikjum, Geir Sveinsson skoraði að meðaltali 1,5 mörk í 328 landsleikjum og þess má geta að Sigfús Sigursson hefur skorað 313 mörk í 158 landsleikjum, eða að meðaltali 1,98 mörk í leik. Alexander með 700. ÓlympíumarkiðMynd/VilhelmAlexander Petersson skoraði 700 Ólympíumark Íslendinga í sigurleiknum gegn Þjóðverjum. Ísland hefur fimm sinnum áður verið með í handknattleik á Ólympíuleikunum. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðinu tekist að vinna tvo fyrstu leiki sína. Það var á ÓL í Seoul 1988 er landslið Bandaríkjanna og Alsírs voru lögð að velli, en síðan kom skellur gegn Svíum, 14-20. Þrír leikir unnust í röð á ÓL í Los Angeles 1984. Það voru þriðji, fjórði og fimmti leikur landsliðsins gegn Japan, Alsír og Sviss. Íslands varð í áttunda sæti í Los Angeles. Á ÓL í Barcelona 1992, þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa tapað leiknum um bronsverðlaunin fyrir Frökkum, 20:24, lék landsliðið fjóra fyrstu leikina án þess að tapa. Fyrst voru Brasilíumenn lagðir að velli, þá var gert jafntefli við Tékkóslóvakíu, en síðan komu sigurleikir gegn Ungverjalandi og Suður-Kóreu, 26-24.
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira