Erlent

Obama gagnrýnir stefnu McCains í heilbrigðismálum

Barak Obama, forsetaframbjóðandi Demokrata.
Barak Obama, forsetaframbjóðandi Demokrata.
Barack Obama, forsetaframbjóðandi demokrata, gagnrýndi stefnumál McCains, forsetaframbjóðanda republikana, harðlega í dag. Hann segir að tillögurnar gagni út á það að milljónir Bandaríkjamanna verði að berjast í bökkum til þess að kaupa heilbrigðistryggingu.

Umræða um heilbrigðismálin hafa átt töluvert undir högg að sækja í þeim efnahagsþrengingum sem hafa skollið yfir heiminn á síðustu dögum. Obama gerði þau hins vegar að umtalsefni í ræðu sem hann hélt í Newport News í Virginíufylki í dag. Hann vill niðurgreiða heilbrigðistryggingar með því að hætta við skattalækkanir Bush stjórnarinnar til handa fólki sem hefur 250 þúsund bandaríkjadali í laun á ári.

Obama segist vilja draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu með því að gera lyfjafyrirtæki og tryggingafyrirtæki ábyrg fyrir þeim fjárhæðum sem þau rukka af sjúklingum og skaðann sem þau valda. Hann segist jafnframt vilja koma í veg fyrir mismunun tryggingafyrirtækja gagnvart fólki sem býr við einhverskonar heilsubrest




Fleiri fréttir

Sjá meira


×