Baugur hlýtur útflutningsverðlaun forsetans 23. apríl 2008 16:12 MYND/Vilhelm Baugur Group hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands en þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kemur í tilkynningu frá Útfutningsráði að Baugur hljóti verðlaunin fyrir forystuhlutverk sitt í íslensku útrásinni og þann einstaka árangur sem fyrirtækið hafi náð í sölu- og markaðsmálum í verslunarrekstri á heimsvísu. „Á örfáum árum hefur fyrirtækið náð þeim árangri að verða þriðja stærsta smásölufyrirtæki á Norðurlöndum og hefur á liðnum fimm árum vaxið hraðar en nokkuð annað fyrirtæki á þessum markaði," segir enn fremur í tilkynningunni. Bent er á að Baugur eigi sér ekki langa sögu en útrás fyrirtæksins hafi hafist árið 1994 með opnun verslunar í Færeyjum. Í fyrirtækjum sem Baugur Group sé kjölfestufjárfestir í nú starfi um 70 þúsund manns í yfir 4.300 verslunum og nam velta fyrirtækjanna á síðasta rekstrarári um níu milljörðum punda, eða rúmum 1300 milljörðum íslenskra króna. Björk fær heiðursviðurkenningu Þetta er í 20. sinn sem útflutningsverðlaunin eru veitt og af því tilefni voru veittar heiðursviðurkenningar til þriggja einstaklinga. Þeir eru Einar Benediktsson, fyrrum sendiherra, dr. Rögnvaldur Ólafsson dósent og Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður. Einar fær viðurkenninguna fyrir frumkvæði í opinberu starfi, sem eflt hefur íslensk útflutningsfyrirtæki á alþjóðlegum mörkuðum, Rögnvaldur fær viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í vísindum og tækni sem eflt hefur íslenskan útflutningsiðnað og Björk fær viðurkenningu fyrir tónlist sem varpað hefur ljósi á land og þjóð og þannig greitt götu íslenskra fyrirtækja á heimsvísu, Verðlaunagripurinn í ár er gerður af Huldu Hákon myndlistarmanni en merki Útflutningsverðlaunanna er eins og áður hannað af Hilmari Sigurðssyni. Listaverkið eftir Huldu heitir Svanir og er unnið í akrylliti á hydrocal. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Baugur Group hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands en þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kemur í tilkynningu frá Útfutningsráði að Baugur hljóti verðlaunin fyrir forystuhlutverk sitt í íslensku útrásinni og þann einstaka árangur sem fyrirtækið hafi náð í sölu- og markaðsmálum í verslunarrekstri á heimsvísu. „Á örfáum árum hefur fyrirtækið náð þeim árangri að verða þriðja stærsta smásölufyrirtæki á Norðurlöndum og hefur á liðnum fimm árum vaxið hraðar en nokkuð annað fyrirtæki á þessum markaði," segir enn fremur í tilkynningunni. Bent er á að Baugur eigi sér ekki langa sögu en útrás fyrirtæksins hafi hafist árið 1994 með opnun verslunar í Færeyjum. Í fyrirtækjum sem Baugur Group sé kjölfestufjárfestir í nú starfi um 70 þúsund manns í yfir 4.300 verslunum og nam velta fyrirtækjanna á síðasta rekstrarári um níu milljörðum punda, eða rúmum 1300 milljörðum íslenskra króna. Björk fær heiðursviðurkenningu Þetta er í 20. sinn sem útflutningsverðlaunin eru veitt og af því tilefni voru veittar heiðursviðurkenningar til þriggja einstaklinga. Þeir eru Einar Benediktsson, fyrrum sendiherra, dr. Rögnvaldur Ólafsson dósent og Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður. Einar fær viðurkenninguna fyrir frumkvæði í opinberu starfi, sem eflt hefur íslensk útflutningsfyrirtæki á alþjóðlegum mörkuðum, Rögnvaldur fær viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í vísindum og tækni sem eflt hefur íslenskan útflutningsiðnað og Björk fær viðurkenningu fyrir tónlist sem varpað hefur ljósi á land og þjóð og þannig greitt götu íslenskra fyrirtækja á heimsvísu, Verðlaunagripurinn í ár er gerður af Huldu Hákon myndlistarmanni en merki Útflutningsverðlaunanna er eins og áður hannað af Hilmari Sigurðssyni. Listaverkið eftir Huldu heitir Svanir og er unnið í akrylliti á hydrocal.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira