Erlent

Berlusconi styður McCain

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi

Silvio Berlusconi, forseti Ítalíu, sagðist í dag vona að John McCain verði næsti forseti Bandaríkjanna. Þegar hann var spurður afhverju svaraði Berlusconi:

"Ef hann vinnur verð ég ekki lengur sá elsti."

Berlusconi og John McCain eru báðir 71 árs. Þeir eru fæddir árið 1936, McCain í ágúst en Berlusconi í septemper.

McCain er því heilum mánuði eldri en sá ítalski.

Berlusconi svaraði spurningum um þetta á blaðamannafundi með George W. Bush í Róm í dag. Hann bætti því við að honum mundi líða minna eins og gamalmenni ef John McCain kæmist í Hvíta húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×