Erlent

Sarkozy á leið til fundar við ráðamenn í Moskvu

Vel fór á með þeim Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, og Vladímír Pútín, fyrrverandi forseta Rússlands og núverandi forsætisráðherra landsins, á Ólympíuleikunum í Peking fyrir stuttu.
Vel fór á með þeim Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, og Vladímír Pútín, fyrrverandi forseta Rússlands og núverandi forsætisráðherra landsins, á Ólympíuleikunum í Peking fyrir stuttu. MYND/AFP

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, mun á morgun, þriðjudag, halda áleiðis til fundar við ráðamenn í Moskvu. Þangað fer Sarkozy fyrir hönd Evrópusambandsins en þar eru Frakkar í forsvari um þessar mundir.

Alþjóðasamfélagið bindur miklar vonir við ferð Sarkozy en margir helstu ráðamenn heimsins hafa gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi harðlega fyrir framgöngu sína í Georgíu. Lét Bush Bandaríkjaforseti m.a. hafa eftir sér að aðgerðir Rússa væru einkar skaðlegar fyrir samskipti þeirra við restina af umheiminum og ekki sæmandi á 21. öldinni.

Eins og áður segir fer Sarkozy til Rússlands á morgun en enn hefur ekki verið staðfest hvort Frakklandsforsetinn muni einnig fara til Tbilisi en þar hafa stjórnvöld leitast eftir því að hitta forsetann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×