Erlent

Kókaínpakka rekur enn á vesturströnd Jótlands

Pakka með kókaíni rekur enn á land á vesturströnd Jótlands við í grennd við Lemvig.

Nú eru þetta orðin sex kíló af kókaíni sem lögreglan hefur fundið á ströndinni en eins og fram hefur komið í fréttum er kókaínið mjög hreint eða nær 100%.

Um helgina fundust þrír pakkar í viðbót við þá sem fundust í síðustu viku. Hafði þeim skolað á land við bæina Thorsminde og Agger. Talið er að andvirði kókaínsins sem þegar hefur rekið á land sé um 6 milljónir danskra króna eða um 120 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×