Erlent

Fullyrða að búið sé að óska eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Reuters fréttastofan fullyrðir að íslensk stjórnvöld hafi formlega óskað eftir fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að fást við fjármálakreppuna sem ríkir.

Haft er eftir ónafngreindum stjórnanda innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að framkvæmdastjórn sjóðsins hafi hist um helgina til að ræða fyrirspurnina en ekki hafi neinar tölur verið nefndar í þessu samhengi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×